Verðgildi sumarhúsa eykst
21.12.2007
Deila frétt:
Fasteignamat ríkisins hefur ákvarðað að almennt mat fasteigna hækki um 12% á milli ára, þó með nokkrum undartekningum. Mat sumarhúsalóða og sumarhúsa á suðvesturlandi hækkar þannig um 20% og þar með í Kjósarhreppi. Útreikningurinn byggir á þinglýstum sölusamningum liðins árs. Samkvæmt þessu hafa sumarhús í hreppnum aukið vergildi sitt verulega á milli ára.