Fara í efni

Verkefnalýsing vegna nýs deiliskipulags og fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi í landi Eyrar í Hvalfirði

Deila frétt:

Kjósarhreppur auglýsir verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýs deiliskipulags fyrir svæði ÍB8 í landi Eyri í Hvalfirði í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kjósarhreppur auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og nýs deiliskipulags fyrir svæði ÍB8 í landi Eyri – Kjós í Hvalfirði í samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitastjórn Kjósahrepps samþykkti á 277 fundi sínum þann 8. júní 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag á jörðinni Eyri í Kjósahreppi skv. 3.mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010. KRADS arkitektar hefur umsjón með gerð deiliskipulagsins fyrir hönd landeigenda.

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna breyttrar landnotkunar innan aðalskipulags Kjósahrepps 2017-2029. Svæðið sem um ræðir liggur norðan-, og sunnan megin við Hvalfjarðarveg (Þjóðvegur 47). Breytt notkun felst í breytingu á landbúnaðarlandi í íbúðabyggð.

Í dag er landið skilgreint sem íbúðabyggð að hluta og sem landbúnaðarsvæði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Breyting á aðalskipulagi verður unnin samhliða deiliskipulagi á öllu skipulagssvæðinu.

Í verkefnislýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Verkefnislýsingin liggur frammi í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 22. júní 2023 til lok vinnudags 06. júlí 2023 og er jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps. Einnig er lýsingin auglýst á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa. Athugasemdir eða ábendingar vegna verkefnislýsingarinnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi fyrir lok vinnudags 06 júlí 2023. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is . Einnig er hægt að koma athugasemdum á framfæri á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Eyrarþorp uppdráttur
Drög að aðalskipulagsbreytingu
Skipulagslýsing Eyri - Kjós í Hvalfirði

 

Kjósarhreppur 22. Júní 2023
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.