Vetrarfærð- Viðmiðunarreglur um vetrarþjónustu
29.10.2025
Deila frétt:
Talsverð ofankoma hefur verið síðasta sólarhringinn á höfuðborgasvæðinu og Kjósin er ekki undanþegin því. Af því tilefni er ekki úr vegi að vekja athygli íbúa á viðmiðunarreglum um vetrarþjónustu í Kjósarhreppi. Snjómokstur hefur staðið yfir síðan klukkan fjögur í nótt. Ef okkur hafa yfirsést einhverjar heimreiðar þar sem íbúar eru með lögheimili og fasta búsetu, þá eru viðkomandi íbúar beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566-7100 eða í netfangið kjos@kjos.is.