Vetrarleikar hjá Adam

Laugardaginn 27. Mars n.k. stendur hestamannafélagið Adam fyrir töltkeppni, Bogatölti, í Boganum á Þúfu. Keppnin hefst kl 14. Skrá verður í síðasta lagi fimmtudaginn 25 mars, ekki er tekið við skráningum eftir þann tíma. Keppt verður í tveimur flokkum; karla –og kvennaflokki. Skráningargjald er kr. 1000 fyrir félaga og kr. 1500 fyrir aðra. Þátttökugjald greiðist á staðnum með peningum. Keppnin er ætluð félögum í Adam og öðrum sveitungum. Þeir sem hugsa sér að taka þátt geta fengið æfingatíma í Boganum. Skráningar í s. 895-7745 eða með tölvupósti: bjossi@icelandic-horses.is
Sumardaginn fyrsta, 22. Apríl, verður haldinn firmakeppni , sem verður auglýst nánar síðar.
Adamsfélagar og aðrir sveitungar, koma nú vera með og hafa gaman-saman.
Stjórn Adams