Vetrarstarf Hestamannafélagsins Adam
Fjölbreytt vetrarstarf framundan hjá Adam.
Þá er komið að því að kynna fjölbreytta og skemmtilega vetrardagskrá hjá hinu megaöfluga hestamannafélagi sveitarinnar. Fyrir áramótin stóð Adam fyrir fræðslukvöldi með Erling Sigurðssyni, sem tókst mjög vel og ekki var folaldasýningin í Boganum síðri.
Reiðnámskeið
Ef næg þátttaka fæst mun Adam standa fyrir almennu reiðnámskeiði í lok febrúar eða byrjun mars. Kennari verður hinn eldhressi reiðkennari Erling Sigurðsson. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir um að láta vita af því fyrir 10. febrúar, en það þarf 8-10 þátttakendur svo hægt sé að standa fyrir námskeiðinu sem yrði haldið í Boganum. Þátttakendum yrði skipt í 2 hópa. Áhugasamir hafi samband við Bjössa á Þúfu sem fyrst í síma 895-7745 eða senda póst á bjossi@icelandic-horses.is Námskeiðsgjald verður kr. 22.000
Reiðvegagerð.
Stjórnin hefur ákveðið að halda áfram með reiðvegagerðina. Næsti er að klára