Fara í efni

Viðburðir vikunnar

Deila frétt:

 

 Mánudagur 2. nóvember:   Aðalfundur hestamannafélagsins Adams, í Ásgarði í kvöld (mánudag) - kl. 20.

Nýir og núverandi félagar boðnir velkomnir.

 

 

 

Þriðjudagur 3. nóvember:   Þrek- og þolæfingar í Félagsgarði, kl. 20-21.

Alfa þjálfari mætir og hvetur iðkendur til dáða.

Muna að mæta með dýnu og í góðum íþróttaskóm.

 

 

 

  Miðvikudagur 4. nóvember:

Bókasafnið opið í Ásgarði, kl. 20-22. Svana bókaormur búin að bæta enn fleiri bókum í safnið.

Hver skyldi verða fyrstur til að ná Arnaldi ?

Muna að skila inn bókasafnsbókum sem leynast heima !

 

 

 

 

  

 

  Miðvikudagur 4. nóvember: Opið spjall um hin ýmsu málefni Kjósarhrepps,

í Ásgarði, kl. 20:30-22.

 

Hvernig lítur fjárhagsáætlun fyrir 2016 út, eftir fyrri umræðu hreppsnefndar ?

Hvenær kemur ljósleiðarinn - en hitaveitan ? 

Hvenær verður aðventumarkaðurinn ?

Erum við sátt við formið á sveitahátíðinni okkar "Kátt í Kjós" ? 

Erum við sátt við framboð á viðburðum í sveitinni - hvað finnst okkur vanta ?

Hvað getum við gert sjálf til að bæta samfélagið okkar ?

 

Komdu og taktu þátt í umræðunni um þitt eigið nærumhverfi.

 

 

 

  Fimmtudagur 5. nóvember: Jafnvægis- og teygjuæfingar með jógaívafi, í Félagsgarði kl. 20-21.

Alfa þjálfari mætir og stýrir æfingum.

Muna að mæta með dýnu og teppi.