Fara í efni

Viðskiptatengd vinnustofa í Kjós

Deila frétt:

Viðskiptatengd vinnustofa er fyrir 10 einyrkja, sjálfstætt starfandi aðila, aðila með eigin rekstur, aðila sem vilja ná lengra innan fyrirtækis síns og eða aðila með viðskiptahugmynd í maganum og vilja sjá hana verða að veruleika.

  • Fyrir einyrkja, sjálfstætt starfandi, fólki í eigin rekstri og þá sem vilja velta upp möguleikum. 
  • Viðskiptatengd vinnustofa er vettvangur þar sem við fáum innspýtingu inn í núverandi stöðu.
  • Við ætlum að rannsaka hvernig og með hvaða hætti við getum bætt við það sem við höfum núna og stækkað myndina til framtíðar.
  • Við byggjum vinnustofuna á þremur lykilorðum sjálfsþekkingu, aðgreiningu og tengslum.
  • Við skoðum hvern þátt og setjum í samhengi við viðskipti. 
  • Við höfum trú á því að með því að skilja betur okkur sjálf og fyrir hvað við stöndum, þekkja markaðinn, vöruna/þjónustuna og leiðir til að koma henni á framfæri þannig getum við styrkt stöðu okkar og búið okkur til starfsvettvang.

Notast er við markþjálfun, sjálfsþekkingar- og innsæisæfingar og gagnræður til að opna á möguleika og móta skýra stefnu og aðgreiningu hvers aðila fyrir sig. Hér búum við einnig til umhverfi þar sem hægt er að miðla af eigin reynslu og deila, tengjast.

Námskeiðið miðar að því að skila þátttakendum einstakri upplifun, dýpri nálgun og stöðutöku, tengslum og umræðum.

Kleif Farm, Eilífsdalur í Kjós.

Við völdum einstaka staðsetningu rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið – í nýju fallegu húsi í Kjósinni. Á Kleif Farm er boðið upp á fimm lúxus herbergi með sérbaðhergjum. Innréttingar og hönnun eru fyrsta flokks, fallegt miðrými þar sem vinnustofan fer fram með útsýni yfir Eilífsdalinn. Heitur pottur og huggulegt útisvæði. Í boði er að gista eina nótt, laugardagsnóttina, hver og einn er á eigin vegum hvað varðar gistingu og hver sér um sig eftir að vinnustofu lýkur. Bókun á gistingu er í gegnum okkur á netfangið: lilja@markholl.is

  • Hvar: Kleif Farm, Eilífsdal í Kjós
  • Hvenær: 16. og 17. október 2021
  • Tími: Laugardag 11-17 og sunnudag 11-14
  • Innifalið: Léttar veitingar meðan á vinnustofu stendur.
  • Verð: 88.000.-
  • Early bird verð: 70.400.- (20% afsláttur frá 18. maí út 4. september).
  • 5 herbergi öll með sérbaðherbergi. Verð: 15.000.- per einstakling.
  • Svefnfyrirkomulag: Herbergi 1: Tvö rúm í queen stærð. Herbergi 2: Eitt rúm í king stærð. Herbergi 3: Tvö einbreið rúm. Herbergi 4: Eitt rúm í queen stærð. Herbergi 5: Eitt einbreitt rúm.
  • Vinnustofa á early bird verði út 4.september og gisting laugardagsnótt: 85.400.-
  • Skráning: lilja@markholl.is

Helstu upplýsingar má nálgast hér