Vinnumiðlunin virkar.
24.09.2009
Deila frétt:
Ragnar málari á Bollastöðum og Runólfur húsasmíðameistari á Þorlákstöðum skráðu sig í vinnumiðlun innansveitar á kjos.is um síðustu áramót. Síðan þá hafa þeir haft næg verkefni í Kjósinni. Þeir vilja koma á framfæri ánægju með vinnumiðlunina og þakklæti til þeirra sem notið hafa þjónustu þeirra vegna milligöngu hennar. Þá vildu þeir að komið yrði á framfæri að nú geta þeir bætt við sig nýjum verkefnum. Sjá hnappinn“ Vinnumiðlun“ hér hægra megin