Vinnuskólinn
18.06.2025
Deila frétt:
Í fyrra hófu Reykjavíkurborg og Kjósarhreppur samstarf um vinnuskóla fyrir ungmenni á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi. Á báðum stöðum var frekar fámennt og því talið áhugaverðara fyrir ungmennin okkar að vinna saman. Oftast eru ungmennin úr Kjósinni keyrð í skólabílnum upp á Kjalarnes. En 16. júní var allur hópurinn að vinna við að fegra umhverfi Ásgarðs fyrir 17. júní hátíðahöldin, af því tilefni voru grillaðar pylsur fyrir mannskapinn við mikla ánægju þessara harðduglegu starfsmanna vinnuskólans.