Vinsamlegast gerið skil
16.12.2009
Deila frétt:
Nú líður að áramótum. Rík hefð er fyrir því að hver og einn geri hreint fyrir sínum dyrum á þeim tímamótum og byrji nýtt ár með hreint borð. Kjósarhreppur minnir gjaldendur á að nokkuð er af ógreiddum fasteignagjaldakröfum enn ógreiddar. Tvær kröfur eru ógreiddar frá árinu 2007 en engar eldri. Nokkrir gjaldendur eru í vanskilum með gjöld frá árinu 2008. Kjósarhreppur notar ekki innheimtufyrirtæki til að ganga eftir greiðslum en treystir þess í stað á greiðsluvilja gjaldenda.
Nú á næstu dögum mun skrifstofa Kjósarhrepps ganga eftir að kröfum verði komið í skil. Það eru vinsamleg tilmæli til gjaldenda sem eru í vanskilum að gera skil sem fyrst þannig að ekki þurfi að eyða tíma í, sem betur væri varið í annað, til úthringinga.