Fara í efni

Vor í Kjós

Deila frétt:

Laugardaginn 3. apríl 2010 vaknar Kjósin af vetrardvala.
Opið verður á eftirtöldum stöðum frá kl. 14.00-17.00.

Verið velkomin – við tökum vel á móti þér!

 

Samansafnið á Kiðafelli
Á fjósloftinu á Kiðafelli hefur verið komið fyrir fjölbreyttu safni gamalla muna, allt frá innanstokksmunum til gamalla  búvéla. Sjón er sögu ríkari.
Kr. 500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn (ekki tekið við kortum) s. 6923025.

Eyrarkot salur – ferðaþjónustubær
Gleði, grín og gaman! 
Jóhanna Kjalnesingargoði - Beggi og Pacas - Ragnhildur listakona - Helena og Sigrún listhönnuðir. Íslensk hönnun og handverk, lesið úr álfaspilum, rúnum og steinaspilum –  athugið að ekki er tekið við kortum fyrir vörur og þjónustu. Gefið verður smakk af afurðum sveitarinnar. Frítt inn. S. 6923025.

Kaffi Kjós
Kaffi Kjós er í suðurhlíð Meðalfells með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn.
Tilboð í tilefni dagsins: Kaffi og pönnukökur, einnig kaldur á krana.

Hjalli
Opnum nýja veisluaðstöðu í hlöðunni. Tilboð: Kakó, kleinur, flatkökur og skúffukaka á 500 krónur.

Gallerí Nana  – vörur úr skinni, roði og leðri
Listakonan Nana (Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir) býður gestum í heimsókn á saumastofuna við Ásbyrgi við Meðalfellsvatn þar sem dóttir hennar tekur hlýlega á móti gestum. Þar er hægt að skoða og kaupa töskur og fylgihluti sem engin kona getur verið án. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara!

Matarbúrið á Hálsi
Á Hálsi eru seldar afurðir beint frá bónda í versluninni Matarbúrinu. Þar er á boðstólum hreint úrvals nautakjöt án allra íblöndunarefna, framleitt í Kjósinni. Þar eru líka heimagerðar árstíðabundnar  framleiðsluvörur úr Kjósinni, eins og sultur, hlaup, kæfur, þykkni, chutney, piparrótarsinnep o.m.fl.
Afgreiðslutími Matarbúrsins er föstudaga 16-20, laugardaga og sunnudaga 14-18.