Fara í efni

Vordagar í Kjós- Dagskrá

Deila frétt:

Hefur eitthvað safnast saman í þínu nærumhverfi, á lóð eða jörð sem á betur heima á Gámaplaninu?

Eru kannski bílhræ á þínum vegum sem eru hætt að þjóna sínu hlutverki og væri tilvalið að skila á Gámaplanið í tilefni átaksins?

Á meðan á Vordögum stendur verða gámar fyrir járn og blandaðan úrgang staðsettir fyrir utan gámplanið, öllum er frjálst að losa sig við tiltektarafurðir í viðeigandi gáma, sér að kostnaðarlausu. Íbúar eru hvattir til að nota tækifærið og hreinsa til í sínu nærumhverfi.

    • Kúst og fæjó - alla daga Fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að standa fyrir viðburði sem tengist hreinsun í sínu nær eða fjærumhverfi og gera góðan dag með sínu fólki, t.d. grilla í kjölfarið. Við hvetjum þátttakendur til að pósta myndum og texta á íbúasíðu Kjósarhrepp „ Íbúar í Kjósarhreppi ..umræðusíða“ og hvetja þar með aðra að taka þátt í umhverfisátakinu.
    • Laugardagurinn 26.apríl kl. 11:00 Námskeið  í Ásgarði-Gróðureldar, hvað get ég gert? Varðstjóri frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fer yfir helstu atriði sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi forvarnir og viðbúnað, fyrirlestur og verklegt. Allir velkomnir.
    • Laugardagurinn 26.apríl kl. 15 -16 Plokkarahátíð á Gámaplani: grill og samvera á Gámplaninu fyrir alla.
    • Sunnudaginn 27. apríl, Stóri Plokkdagurinn - Vertu með!Gleðilegt sumar, sveitarstjórn