Fara í efni

Dagskrá - Vordagar í Kjós - umhverfisátak

Deila frétt:

Er ekki kominn tími til að að taka til hendinni og hreinsa rusl og annað sem hefur safnast í umhverfi okkar yfir veturinn.  Dagana 25. til 28. apríl stendur til að halda Vordaga í Kjós.  Íbúar og sumarhúsaeigendur eru hvattir til að hreinsa sitt nærumhverfi og mögulega meira.  Járnagámur og gámur undir almennan úrgang verða staðsettir fyrir utan gámplanið að Hurðabaki. Eins er möguleiki fyrir þá sem vilja fara í stórhreinsun á járni á sínu heimalandi, að fá gám heim á plan, sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins.

Íbúar, sumahúsafélög og félagasamtök eru hvött til að taka þátt og mögulega skipuleggja dagskrá sem fellur að markmiðið verkefnisins, vordögum líkur svo á grillveislu á planinu við Ásgarð á laugardeginum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, þeir sem vilja koma á framfæri sínum viðburðum í auglýsingu geta sent upplýsingar á sveitarstjori@kjos.is

Fimmtudagurinn 25. klukkan 14:00 (sumardagurinn fyrsti,) fræðslufundur með slökkviliðinu fyrir íbúa og sumarhúsaeigendur í Ásgarði.

Laugardagurinn 27. klukkan 16:00, til 17:00 pylsugrill á planinu við Ásgarð.

Sunnudagurinn 28. STÓRI PLOKKDAGURINN