Fara í efni

Vorið nálgast og hreinsun rotþróa líka

Deila frétt:
Rotþrær á bláa svæðinu verða tæmdar sumarið 2020
Rotþrær á bláa svæðinu verða tæmdar sumarið 2020

Einn af föstu vorboðunum fer á stjá eftir 20. apríl í Kjósinni, verktakafyrirtækið Hreinsitækni sem sér um losanir á rotþróm.
Svæðið sem er tekið þetta sumar nær frá Hjarðarholti, yfir svæðið í kringum Meðalfellsvatn og austur að Hrosshóli/Möðruvöllum, sjá bláa svæðið á myndinni. 

Alla jafna eru rotþrær tæmdar á 3ja ára fresti og Kjósinni því skipt upp í 3 svæði.
Unnið hefur verið að breytingum á tæmingarsvæðunum í samvinnu við forsvarsmenn hjá Hreinsitækni og svæðin gerð jafnari að stærð (fjölda rotþróa), þess vegna verður sumstaðar innan við 3 ár milli tæminga á meðan nýja skipulagið nær að fara hringinn. 

Þeir sem þurfa aukatæmingu eða hafa áhyggjur af ástandi sinna rotþróa eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps,
kjos@kjos.is, s: 566-7100 eða beint við Hreinsitækni, s: 567-7090.

Minnum á slæmar afleiðingar þess að setja blaut- og sótthreinsiklúta í klósettið, klútarnir hamla því að eðlileg og umhverfisvæn gerjun eigi sér stað í rotþrónni auk þess að stífla lagnirnar.

Við hvetjum fólk til að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Blautklútar, hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar, eiga heima í ruslinu.