Fara í efni

Vörur beint frá býli

Deila frétt:

"Hefur þú áhuga á að auka atvinnutækifæri þín? Á næstu dögum verða haldnir kynningarfundir um verkefnið "Beint frá býli" sem er samvinnuverkefni um framleiðslu og sölu afurða beint frá íslenskum bændum. Á fundunum verður fjallað um tækifæri sem felast í heimavinnslu og hvaða skref þátttakendur þurfa að taka til þess að uppfylla kröfur um heimavinnslu og sölu. Á meðal fyrirlesara verða fulltrúar frá Impru - nýsköpunarmiðstöð, Umhverfisstofnun, heilbrigðisyfirvöldum og bændum.