Fara í efni

Yndi frá Miðdal hlaut Skjöldinn

Deila frétt:

Andrea Guðmundsdóttir og Yndi
Hrútasýning fjárræktarfélagsins Kjós var haldin á Kiðafelli þann 6. október. Jafnframt fór fram ómmælingar á gimbrum. Greinilegar framfarir voru mælanlegar hjá þeim bændum, sem hafa skipulega valið ásetningsgimbrar með aðstoð niðurstaðna á ómmælingum á þykkt bakvöðva. Við röðun lambhrúta raðaðist hrútur frá Morastöðum í efsta sætið með 85 stig og svo tvö lömb frá Kiðafelli, Kópaskeri og Þorláksstöðum.

Í flokki veturgamalla hrúta reyndist hrúturinn Yndi frá Miðdal hlutskarpastur með 85 stig. Er hann í eigu Guðmundar og Svanborgu í Miðdal, undan heimahrútnum Hamri.