Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

355. fundur 23. febrúar 2011 kl. 22:12 - 22:12 Eldri-fundur

Fundur í atvinnu og ferðamálanefnd miðvikudag 23. Febrúar 2011-02

 

1.       Kjósarstofa – hugmyndir og fjárhagsgrundvöllur.

Nefndin lýsir ánægju sinni með kynningarfund Átthagastofu Snæfellsbæjar og með að þróa áfram hugmyndina um Kjósarstofu.

Lagt er til að hreppurinn ath. hvaða verkefni í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins Kjósarstofa gæti yfirtekið s.s. bókasafn, Kátt í Kjós, rekstur Félagsgarðs, markaði og aðra starfsemi í Félagsgarði, útgáfumál og umsjón með gerð skilta fyrir sveitarfélagið. Starfsmaður Kjósarstofu sæi um að skipuleggja og  sjá um málþing, námskeið, leiðsögn, skólaheimsóknir og  erindaflutning.  Atvinnu og ferðamálanefnd  beinir þeirri spurningu til hreppsnefndar hvort að nefndin sæki um að stofna áhugamannafélag og útbúi drög að þjónustusamningi? Eða hvort að hreppurinn óski eftir að reka Kjósarstofu á sínum vegum.

Hægt væri að fara fram á námskeiðsgjöld, prósentur af styrkjum, innkomu af leigu. Mögulega prósentur af handverki. Nefndin leggur til að hreppurinn leggi fram stofnframlag til Kjósarstofu í formi húsnæðis og eða rekstrarfjár.

 

2.       Klasasamstarf í Hvalfirði

Stofnaður hefur verið klasi í Hvalfirði og fagnar nefndin því og væntir þess að það komi íbúum í Hvalfirði til góða.

 

3.       Gönguleiðabók Reynis Ingibjartssonar – ábendingar og spurningar um aðgengi.

Ólafi er falið að ná í kontaktaðila jarða með tillit til aðgengis fyrir ferðafólk.

 

4.       Boð á aðalfund Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Ólafur fer á aðalfundinn og Bergþóra er til vara.

 

Ólafur Engilbertsson

Bergþóra Andrésdóttir

Katrín Cýrusdóttir