Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

362. fundur 31. mars 2011 kl. 11:29 - 11:29 Eldri-fundur

Fundur í atvinnu og ferðamálanefnd miðvikudag 30. mars kl 20. 30 í Ásgarði

 

1. Lög Kjósarstofu og boðun stofnfundar.

Farið yfir lög Kjósarstofu og samþykkt að senda til yfirlestrar og stefna að stofnfundi á næstunni í samráði við Kjósarhrepp.

 

2. Vega og þjónustuskilti í samstarfi við Hvalfjarðarstrandahrepp.

Rætt um hvaða markverðir staðir eiga heima á skiltinu og bent Orustuhóls til viðbótar við innsendan lista. Mælt er með því að skilti verði sett upp við Þórufoss.

 

3. Bæklingurinn Kjósin heill heimur handan Esjunnar.

Rætt um væntanlega nýja útgáfu bæklingsins Kjósin – heill heimur handan Esjunnar og mögulega nýja aðila í hann.

 

4. Klasasamstarf við Hvalfjarðarstrandahrepp.

Bergþóra sagði í fáum orðum hvar það væri á vegi statt. Komin stjórn

og fulltrúar okkar Kjósverja eru Birna á Hjalla og Doddi á Hálsi til vara.

 

5. Önnur mál.

Ólafur hafði samband við eigendur Hvítaness og fékk leyfi fyrir prílustiga fyrir

ferðamenn.

 

Ólafur Engilbertsson

Katrín Cýrusdóttir

Bergþóra Andrésdóttir