Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

372. fundur 27. júní 2011 kl. 12:09 - 12:09 Eldri-fundur

Fundur í atvinnu og ferðamálanefnd í Ásgarði þriðjudag 21/6 kl 18.

 

1.      Fyrirkomulag í Kátt í Kjós

Rætt var um hvernig best væri að koma Kátt í Kjós á framfæri, með bæklingi einblöðungi eða auglýsingum. Rætt um að markviss dreifing þurfi að vera á því efni sem gefið er út ef það er gert, en einhver farvegur þurfi að vera fyrir þá sem verða með opin hús og gestir þurfi að geta fengið yfirlit yfir viðburði og staði. Facebook og netmiðla mætti nýta meira.

2.      Boð frá Innovit um nýsköpunarnámskeið

Samkvæmt upplýsingum frá Innovit er grunnkostnaður námskeiðsins um 800.000 og það því of dýrt. Ákveðið að taka ekki tilboðinu, heldur beina því til Kjósarstofu að fá Impru á Nýsköpunarmiðstöð til að hafa kynningu.

3.      Fyrirkomulag vinnu fyrir námsmenn

Rætt um hvort hægt sé að fá námsmenn í hreinsunarátak í kringum helstu áningarstaði ferðamanna, með reiðvegum og við Meðafellsvatn. Því er beint til hreppsnefndar og einnig að merkja mætti gönguleiðir eins og Gíslagötu. Kjósverjar eru hvattir til að námsmenn í verk á bæjum og að benda á verkefni fyrir hópinn.

4.      Rætt um að uppfæra þurfi liðinn Vinnumiðlun á vefnum kjos.is og er því beint til hreppsnefndar.

 

Ólafur Engilbertsson

Katrín Cýrusdóttir

Bergþóra Andrésdóttir