Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

377. fundur 18. ágúst 2011 kl. 13:24 - 13:24 Eldri-fundur

Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd Ásgarði fimmtudagskvöld

11. ágúst 2011 kl. 22.

Mætt: BA, KC, ÓE.

 

1.     Fyrirkomulag Kátt í Kjós

Rætt um fyrirkomulagið á hátíðinni Kátt í Kjós16. júlí. Margir gestir sögðust ekki vita hvað væri í boði og hvar. Enginn dreifimiði eða bæklingur var til að vísa veginn og ekki auglýsingar á stöðunum. Margir vildu komast í snertingu við dýr með börnin. Enginn undirbúningsfundur var haldinn með þátttakendum eins og undanfarin ár og of seint farið af stað með undirbúning. Ákveðið að biðja um fund með hreppsnefnd snemma árs, í tæka tíð fyrir sumarið, til að ræða um fyrirkomulag Kátt í Kjós þannig að hátíðin nýtist sem best atvinnulífinu í Kjósinni.

2.     Framkvæmd Matarhátíðar Kjósarstofu

Atvinnu- og ferðamálanefnd lýsir yfir ánægju með fyrirhugaða matarhátíð Kjósarstofu.