Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

390. fundur 30. nóvember 2011 kl. 13:19 - 13:19 Eldri-fundur

Atvinnu-og ferðamálanefnd, fundur nr. 7

Dags. 18.8.2011

Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd Ásgarði fimmtudagskvöld

23. nóvember 2011 kl. 20.

Mætt: Bergþóra Andrésdóttir,Katrín Cýrusdóttirog Ólafur Engilbertsson. Ólafur Oddsson kom einnig á fundinn fyrir hönd Kjósarstofu.

 

Málefni Kjósarstofu.

Farið var yfir starfsemi Kjósarstofu með tilliti til skýrslu um Atvinnumál í Kjós frá 2010. Rætt var um að stjórn Kjósarstofu þurfi að fara yfir hvað hafi tekist vel og hvað síður og skila greinargerð um það til hreppsnefndar á næstunni. Nefndin er sammála um að Krásir í Kjós hafi í heildina tekist vel og sé viðburður sem eigi að vera árviss. Rætt var um hvað mætti betur fara, t.d. tæknimál og að það mætti fara fyrr af stað til að undirbúa ræktun eða útvega árstíðabundin matvæli úr héraði. Best væri að ákveða þema fyrir hvert ár og hafa fræðslu í tengslum við þemað. Rætt var um að kostur væri að hafa fastan rekstraraðila í Félagsgarði og Kjósarstofa gæti boðist til að hafa milligöngu um það. Rætt var um að fræðsla og ljósmyndanámskeið fyrir námsfólk síðasta sumar gæti verið gott upplegg fyrir Kjósarstofu að vinna eftir. Ef atvinnutryggingasjóður kemur áfram að greiðslu til námsfólks til að vinna á vegum hreppsins leggur nefndin til að Kjósarstofa tæki við skipulagningu vinnu þeirra og byði jafnframt upp á fræðslu eins og t.d. ljósmyndanámskeið. Það þyrfti þá að undirbúa með fyrirvara í samstarfi við hreppsnefnd. Rætt var um að samstarf við Hvalfjarðarklasann, að réttast sé að finna sameiginlega fleti til markaðssetningar; sameiginlega náttúru og sögu og hafa samstarf um kynningarátök yfir árið. Kjósarstofa gæti séð um tengsl við Hvalfjarðarklasann af hálfu Kjósarinnar og einnig um aðra markaðssetningu  Kjósarinnar. Rætt var um að Kjósarstofa hefði sem mest samráð við aðra í sveitarfélaginu um viðburði og kæmi fyrst og fremst að því að auka við það sem fyrir er án þess að vera í samkeppni.

 

Önnur mál.

Nefndin beinir því til hreppsnefndar að kanna hvort koma megi upp bryggju fyrir smábáta í sveitarfélaginu í kjölfar aukins áhuga á smábátaútgerð. Nefndin telur þetta geta aukið sjálfbærni og endurvakið útgerð í hreppnum.