Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

396. fundur 09. febrúar 2012 kl. 20:13 - 20:13 Eldri-fundur

Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd  8. fundur.

 

Fundur haldin í Ásgarði miðvikudag 8.02. 2012

 1.

Farið yfir fund FSH í haust  og fram kom að þeir hafa sagt upp starfsmanni sínum og hætta að halda úti vefnum ferdamálasamtok.is.  Fundur samstarfshóps ferða- og markaðsmála á höfuðborgarsvæðinu verður næsta mánudag og formaður fer. Ólafi var falið að koma Kjósarstofu inn á vefinn visitreykjavik.is.

2.

Rætt um að hafa handverksdag 17. mars og fá innansveitarfólk til að koma og kynna sitt handverk og ef áhugi er fyrir hendi þá jafnvel að halda námskeið í handverki. Nefndin skiptir með sér verkum og Ólafur athugar hvort húsið sé laust.

3.

Atvinnu og ferðamálanefnd beinir þeirri fyrirspurn til hreppsnefndar hvort vilji sé  til þess af hálfu hreppsnefndar að auglýst verið eftir veitingaaðila með starfsleyfi  til að sjá um rekstur og smásölu í Ásgarði.

4.

Farið yfir leyfismál vegna auglýsinga sem tengjast ferðamálum og rætt hvort ásættanlegt sé að aðilar séu leyfislausir í rekstri. Nefndin er sammála um að slíkt sé ekki ásættanlegt.

Nefndin styður það að það sé komið formlega á starfshópi eða nefnd um öryggismál í sveitinni.

 

Bergþóra Andrésdóttir

Ólafur Engilbertsson

Katrín Cýrusdóttir