Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

398. fundur 24. febrúar 2012 kl. 13:35 - 13:35 Eldri-fundur

 Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd fimmtudag 23. febrúar 2012 kl 13.30

9. fundur.

1.      Verkaskipting nefndarinnar.

Ákveðin var á fundinum breytt verkaskipting í nefndinni. Ólafur Engilbertsson hættir sem formaður frá og með þessum fundi og tekur að sér ritarastarf og Bergþóra Andrésdóttir tekur að sér formennsku og lætur af starfi ritara.

2.      Handverksdagur.

Nefndin hefur fengið Ásgarð til afnota laugardaginn 17. mars fyrir handverksdag. Sett verður inn auglýsing á www.kjos.is og óskað eftir fólki sem hefur áhuga á að taka þátt og vera með í deginum til að kynna handverk sitt, svara fyrirspurnum um aðferðir í handverki og ræða þróun á handverki í sveitarfélaginu.

3.      Íbúafundur.

Íbúafundur verður í Félagsgarði 1. mars kl 20. Kynning verður á öryggismálum í sveitarfélaginu. Ólafur ætlar að athuga hvort fulltrúi frá tryggingafélagi geti komið og verið með kynningu á nágrannavörslu. Jafnframt verða kynntar hugmyndir starfshóps um öryggismál.

4.      Framlag Kjósarhrepps til kynningar- og markaðsmála, bæði á Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Rætt var um kostnað sveitarfélagsins við www.visitreykjavik.isá Höfuðborgarstofu og hvernig sú kynning nýtist. Kostnaður er 200.000 á ári og gildir út árið en er samningur uppsegjanlegur fyrir 1. október. Samþykkt að Ólafur athugi hvort kannað hafi verið hvernig vefurinn skili sér til ferðamanna. Kjósarhreppur hefur aðild að Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins þar sem árgjaldið er 35.000. Kynningar hafa nýst vel á vegum FSH fyrir ferðaþjónustu í Kjós. Kjósarstofa hefur fengið aðild að Markaðsstofu Vesturlands þar sem árgjald er 40.000. Kjósarhreppur hefur þar ekki aðild en hefur sent erindi til sveitarfélagsins um framlag til kynningar- og markaðsmála vegna Hvalfjarðar á vegum Markaðsstofunnar. Magnús Freyr Ólafsson formaður Markaðsstofu Vesturland kom á fundinn og kynnti hugmyndir Markaðsstofunnar að aðkomu Kjósarhrepps að verkefnum á vegum Markaðsstofunnar, m.a. uppsetningu á vefnum www.visithvalfjordur.is  ásamt opnukynningu í landshlutabæklingi og kynningarbæklingi á ensku um áhugaverða staði og afþreyingu í Hvalfirði sem er hugsaður sem einfaldur einblöðungur með áprentun á báðum hliðum. Uppsetningu vefs og útgáfu þessa kynningarefnis á að vera lokið 1. maí. Markaðsstofan mun hafa umsjón með framkvæmdinni og uppsetningu á vefinn. Reiknað er með að sveitarfélögin muni skipta með sér kostnaði og hann yrði samtals 200.000 á sveitarfélag fyrir vef, opnukynningu í landshlutabæklingi og kynningarbækling. Kynningarbæklingurinn einn og sér væri helmingur kostnaðar, eða kr. 100.000.

Nefndin tekur sér umhugsunarfrest til að kanna betur hver forgangsröðunin á að vera í framlagi hreppsins til kynningar- og markaðsmála.

Mætt voru:

Bergþóra Andésdóttir

Ólafur Engilbertsson

Katrín Cýrusdóttir