Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

445. fundur 28. júní 2013 kl. 13:21 - 13:21 Eldri-fundur

Fundur:

Atvinnu og ferðamálanefnd                                              19. Júní 2013

Ásgarði kl 17.30

 

Mættar Bergþóra og Rebekka

 

1: Heimasíða hreppsins.  Nefndin leggur til að vefsíða hreppsins verði þýdd yfir á amk eitt annað tungumál utan íslensku svo hún verði enn fleirum aðgengileg. Þar sem Kjósarhreppur leggur í kostnað með auglýsingum í bæklingum sem ætlaðir eru ferðamönnum jafnt erlendum sem íslenskum telur nefndin eðlilegt að síðan verði á t.d ensku m.a vegna þess að í auglýsingum þessum er vísað í síðuna.

 

2:Hreppsnefndarfundir. Nefndin telur að bæta megi úr auglýsingum/ tilkynningum um fundi hreppsnefndar á heimasíðu hreppsins Kjós.is. fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með, þ.e að fundartími og það sem er á döfinni sé vel aðgengilegt fyrir íbúa hreppsins. Til dæmis að settur verði fundartími inn á atburðardagatal og vísað hvert leita beri eftir fundarefni hvers áætlaðs fundar.

                                                                                                                                                                      

3:Nefndin leggur til að fyrirætluð hugmyndasamkeppni verði frestað fram á haust. Nefndin er að vinna í þessu máli í samráði við Impru og tekur það lengri tíma að koma keppnini á  m.a vegna þess að ekki er búið að ákveða endanlega dómnefnd og haustið þykir upplagður tími til að koma samkeppninni af stað.

 

4:Nefndin hefur fengið tillögur af texta og útliti á skiltin sem fyrirhugað er að setja upp, nefndin vinnur það áfram. Fengist hefur samþykki fyrir 3 skiltum til viðbótar.

 

5:Kort af Kjósinni. Kjósarkortin eru uppurinn og telur nefndin rétt að endurprenta þau að loknum smávægilegum leiðréttingum.

 

Ályktun:

Atvinnu og ferðamálanefnd fer þess á leit við hreppnefnd Kjósarhrepps að athugað verði með réttarstöðu sveitarfélagsins og íbúa þess gagnvart verksmiðju Norðuráls á Grundartanga, þar sem sýnt þykir í ljósi þess að síhækkandi flúormagn mælist í eldra sauðfé á 8 bæum af 13 í Hvalfirði og er gildi flúors komið yfir 1000 ppm þar sem hætta er á tannskemdum í sauðfé. Fyrirhuguð er stækkun hjá Norðuráli um 40.000 tonn. Núverandi staða hefur þegar áhrif á atvinnulíf í sveitarfélaginu og vænta má að magn flúors hækki í samræmi við stækkun verksmiðjunnar. Nú þegar er álgjallsverksmiðja tekin til starfa án starfsleyfis og er hún ekki inni í vöktunaráætlun fyrir stóriðjusvæðið á Grundartanga. Áhrifa gætir mjög sjónrænt og hávaðamengun er mjög vaxandi í sveitarfélaginu og þar að auki hefur iðnaðarsvæðið neikvæð áhrif á fasteignaverð. Aldrei hefur verið gerð úttekt á því hvað samlegðaráhrif ólíkrar starfsemi á iðjusvæðinu hefur á landbúnað, skepnur og menn. Þar sem áhrifin eru eru svo víðtæk telur atvinnu og ferðamálanefnd mjög áríðandi að athuguð verði réttarstaða Kjósarhrepps gagnvart stóriðjusvæðinu sem er í öðru sveitarfélagi.

Fleira var ekki rætt  á fundinum og honum slitið kl 19.00

Ritari:

Rebekka Kristjánsdóttir