Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

453. fundur 04. nóvember 2013 kl. 10:49 - 10:49 Eldri-fundur

Atvinnu og ferðamálanefnd, fundur 17

Dags 23. Okt 2013

Fundur í Atvinnu og ferðamálanefnd 23.október 2013 kl 18.00

 

Mættar eru Bergþóra Andrésdóttir (BA) Katrín Cýrusdóttir (KC) Rebekka Kristjánsdóttir (RK) einnig sat fundinn Guðný Ívarsdóttir (GÍ)

1.    Sunneva frá handverki og hönnun kom á fundinn og gaf góð ráð varðandi hugmyndavinnu nefndarinnar v/ hugsanlegrar vörulínu sem tengist Kjósinni, einnig bauð hún nefndinni að vera í sambandi v/frekari útfærslu

 

2.    Ólafur Engilbertsson kom á fundinn með útprentaðar tillögur af skiltunum sem eru í vinnslu, farið var yfir skiltin sem stendur til að setja við Kjósarrétt þar á eftir fór nefndin yfir uppkast af skiltunum sem kæmi við Laxárbrú, Búðasandur og Maríuhöfn skiltin voru yfirfarin þ.e bæði myndefni og upplýsinga texti..tillögur komu frá nefndarmeðlimum að breytingum og Ólafur heldur áfram með verkefnið.

 

3.    Ákveðið var að yfirfara myndkortið yfir Kjósina en upplagið er búið einnig ákveðið að kortið verði prentað á betri pappír næst.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 20.45 Ritari Rebekka Kristjánsdóttir