Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

475. fundur 15. maí 2014 kl. 11:10 - 11:10 Eldri-fundur

Atvinnu og ferðamálanefnd, fundur 18

Dags 13.mai 2014-05-14

 

 

Fundur í Atvinnu og ferðamálanefnd 13. mai 2014 kl 17.30

 

Mættar eru Bergþóra Andrésdóttir, Katrín Cýrusdóttir og Rebekka Kristjánsdóttir.

1:  Farið var  yfir skilti sem stendur til að setja niður v / Maríuhafnar og Búðarsand, innihald textans ekki endanlega kominn á hreint en hann mun klárast á næstu dögum.

2: Kjósarrétt og landbúnaður í Kjós .Yfirfarið innihald texta og myndir v/skilti sem á að koma við Kjósarrétt og telur nefndin að gera þurfi  örlitlar breytingar á texta þar.

3: Laxá og Bugða. Texti og myndir yfirfarnar á skilti sem koma á við Laxá , eitt atriði sem nefndin vill að verði skoðað betur.

4: Reynivallaháls og Vindáshlíð.  Efni og myndir yfirfarið á skilti v/ Reynivallaháls og Vindáshlíð, nefndin ætlar að ath eitt atriði í texta hér.

5: Fuglíf í Laxvogi. Nefndin gerði engar athugsemdir við texta eða myndir.

Nefndin  ásamt Ólafi Engilbertssyni mun vinna áfram í textunum og stendur til að hafa allt tilbúið  í síðasta lagi  þann 31. mai nk þar sem nefndin telur tilvalið að hafa innihald skiltanna  útprentuð og uppi  við á kosningardaginn  og 2 næstu vikur þar á efir þar sem Kjósverjar verða hvattir til að koma með athugasemdir eða leiðréttingar, hafi þeir einhverjar slíkar.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 19.30

Ritari, Rebekka Kristjánsdóttir