Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

325. fundur 13. ágúst 2010 kl. 10:50 - 10:50 Eldri-fundur

Félags- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 1

 

Dags. 4.8.2010

Fundur Félags- og jafnréttisnefndar haldinn í Ásgarði 4.8.2010 kl. 20:30

Mættar eru Jóhanna Hreinsdóttir, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, Þórunn Stefanía Steinþórsdóttir.

1.       Kosinn var formaður nefndarinnar Jóhanna Hreinsdóttir, varaformaður Eva Mjöll Þorfinnsdóttir og ritari Þórunn Stefanía Steinþórsdóttir.

2.       Farið var yfir hlutverk nefndarinnar og erindsbréf sem nefndin fékk frá hreppsnefnd Kjósarhrepps. Erindsbréfið byggist á ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um verkefni sveitarfélaga og starfsemi nefndar á þeirra vegum.

3.       Nefndin fékk í hendurnar tölvupóst frá Framkvæmdarstjóra fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, með afriti af samningum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps, en þá samninga þarf að endurnýja sem fyrst.

4.        Nefndarmenn fari í vinnu við að kynna sér samninga annarra sveitarfélaga vegna félagsmála og erindisbréfa.

5.       Ákveðið var að fundir nefndarinnar verði haldnir fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.

Fundi slitið kl. 21.30.

Fundargerð ritaði Þórunn Stefanía Steinþórsdóttir