Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

1. fundur 16. júlí 2018 kl. 20:00 - 20:45 Eldri-fundur

Fyrsti fundur Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 16. júlí 2018, kl 20:00.

Mætt: Regína H Guðbjörnsdóttir, Sigurþór Sigurðsson og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.        Nefndin skiptir með sér verkum. Samþykkt var að Regína H Guðbjörnsdóttir verði formaður, Sigurþór Sigurðsson ritari og Guðný G Ívarsdóttir meðstjórnandi.

2.        Farið yfir erindisbréfið og ætluðu nefndarmenn að fara betur yfir það fram að næsta fundi nefndarinnar.

3.        Endurskoða þarf almennt reglur félagsþjónustunnar, svo og ferðastyrki, heimgreiðslur, frístundastyrki og samningana við Mosfellsbæ.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 30. J úlí kl. 20:00 í Ásgarði.

Fundi slitið kl 20:45  GGÍ.