Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

2. fundur 01. ágúst 2018 kl. 20:00 - 21:30 Eldri-fundur

Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd

Dags. 01.08.2018


Annar fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 01. ágúst 2018, kl 20:00.

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi og Sigurþór I Sigurðsson, ritari.

 

 

Dagskrá:

 

1.      Farið yfir þær reglur sem eru í gildi og þær breytingatillögur sem gerðar hafa verið á þeim af nefndarmönnum. 

 

·         Verklagsreglur um framkvæm samnings um félagsþjónustu

·         Afgreiðsla: Frestað - þar sem beðið er eftir fundi með starfsfólki félagsþjónustu Mosfellsbæjar

·         Frístundastyrki, reglur endurskoðaðar, tillaga um hækkun styrksins 01.09.2018

·         Afgreiðsla: Samþykkt - með breytingum nefndarmanna

·         Ferðastyrkur grunnskólanema, reglur endurskoðaðar og tillaga um hækkun styrks á miðstigi.

·         Afgreiðsla: Samþykkt

·         Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema, reglur endurskoðaðar, ath með tillögu um hækkun á styrknum í 40.000, á önn.

·         Afgreiðsla: Samþykkt

·         Heimgreiðsla til foreldra, reglur endurskoðaðar, skoða aldurs mörkin.

·         Afgreiðsla: Samþykkt

·         Félagsleg heimaþjónusta, reglur endurskoðaðar með tillit til laga.

·         Afgreiðsla: Samþykkt – En hér verður lagt til við Hreppsnefnd að félagsleg heimaþjónusta verði færð heim til sveitarfélagsins og skal það nefnt á næsta Hreppsnefndarfundi

·         Staðfesting á ástundun í Félagsmiðstöðina Flógyn, nýtt staðfestingarform.

·         Afgreiðsla: Samþykkt

·         Reglur um fjárhagsaðstoð, reglur endurskoðaðar

·         Afgreiðsla: Frestað – beðið eftir svari frá Mosfellsbæ um málið

·         Liðveisla, reglur endurskoðaðar.

·         Afgreiðsla: Samþykkt

·         Reglur um styrki til ferðaþjónustu fatlaðs fólks, reglur endurskoðaðar.

·         Afgreiðsla: Frestað – verður skoðað nánar

·         Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti, reglur endurskoðaðar.

·         Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt

·         Jafnréttisáætlun, áætlunin yfirfarin.

·         Afgreiðsla: Nefndin ber sannarlega ábyrgð og allri framkvæmd á Jafnréttisáætlun.

 

2.      Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar skoðaður.

 

Afgreiðsla: Frestað – þar sem samningur hefur ekki verið skoðaður til hlítar, verður tekið fyrir á næstu fundi nefndarinnar

 

3.      Önnur mál.

-Fram kom hugmynd að stofnun Styrktarsjóð Kjósarhrepps, en drög eru komin að hlutverki hans og formi. Verður því komið á framfæri á næsta Hreppsnefndarfundi.

 

 

 

Fundi slitið kl 21.30 SIS