Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

3. fundur 16. ágúst 2018 kl. 20:00 - 21:05 Eldri-fundur

Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd

Dags. 16.08.2018


Þriðji fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 16. ágúst 2018, kl 20:00.

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi og Helga Einarsdóttir annar varamaður í fjarveru Sigurþórs I Sigurðssonar, ritara.

 

 

Dagskrá:

 

1.      Farið yfir þær reglur sem eftir var að klára frá því á síðasta fundi þann 01. ágúst.

 

a.       Farið var yfir Verklagsreglur um framkvæm samnings um félagsþjónustu og Samninginn um ráðgjafaþjónustu við Mosfellsbæ.

Afgreiðsla:Samþykkt að funda með Mosfellsbæ, þar sem farið verður ítarlega yfir reglurnar.  

b.      Reglur um fjárhagsaðstoð.

Afgreiðsla:Samþykkt að leggja til breytingar á honum fyrir hreppsnefnd þann 07. Sept.

c.       Reglur Kjósarhrepps um styrki til ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Afgreiðsla: Samþykkt að funda með Mosfellsbæ, þar sem farið verður ítarlega yfir reglurnar. Gjaldskrá rædd.

d.      Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2016-2019

Afgreiðsla:Samþykktar litlar breytingar og að leggja þær fyrir hreppsnefnd þann 07. sept .

 

2.      Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar 

 

Afgreiðsla:Samþykkt að funda með Mosfellsbæ, þar sem farið verður yfir nú gildandi samninga og gera drög að nýjum samningi.  

 

3.      Gera drög að fjárhagsáætlun vegna hækkun á styrkjum, og þann kostað sem felst í því að taka liðveisluna og heimaþjónustuna heim. 

 

Afgreiðsla: Drög að fjárhagsáætlun lögð fram. Samþykkt að leggja hana fram fyrir hreppsnefnd. Það er mat nefndarmanna að ekki sé um viðbótarkostnað að ræða við að færa Liðveisluna og Heimaþjónusuna heim frá Mosfellsbæ.

 

4.      Önnur mál. Enginn önnur mál á dagskrá.

 

 

 

Fundi slitið kl 21.05 RHG