Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

4. fundur 29. ágúst 2018 kl. 20:00 - 22:15 Eldri-fundur

Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd

Dags. 29.08.2018


Fjórði fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 29. ágúst 2018, kl 20:00.

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi og  Arna Grétarsdóttir, fyrsti varamaður í fjarveru Sigurþórs I Sigurðssonar, ritara.

 

 

Dagskrá:

 

1.      Lokayfirfærsla á þeim reglum sem leggja á fyrir hreppsnefndarfund 

Afgreiðsla: Samþykkt

2.      Tillögur að umsóknarformum sem fara inná Kjos.is

Afgreiðsla: Samþykkt

3.      Drög sett upp á nýju erindisbréfi fyrir nefndina

Afgreiðsla: Samþykkt

4.      Önnur mál.

a)      Rætt um nýju lögin sem taka gildi 1. október næstkomandi vegna notendaráðs og öldungaráð. Samþykkt að boða Öldrunarráð til fundar sem fyrst þar sem farið verður yfir þessi mál nánar.

b)      Farið yfir núgildandi samninga milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps, fundað verður við Mosfellsbæ fimmtudaginn 30. ágúst vegna þessa samráðs og tillögur að nýjum samningi ræddar.

 

 

Fundi slitið kl 22:15 RHG