Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

6. fundur 25. september 2018 kl. 19:30 - 22:30 Eldri-fundur

Félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd

Dags. 25.09.2018

Sjötti fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 25. sept. 2018, kl 19:30. Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi og Arna Grétarsdóttir, fyrsti varamaður í fjarveru Sigurþórs I Sigurðssonar, ritara.

 

Dagskrá:

1.      Sérstakur húsnæðisstyrkur, yfirferð á reglum og lögum.

Afgreiðsla: Ákveðið að vinna reglur fyrir Kjósarhrepp.

 

2.      Jafnréttisáætlun. Ræða og búa til aðgerðaáætlun Kjósarhrepps um Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni: Gera skal sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar stofnana verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Nýverið hafa réttindi starfsfólks verið frekar tryggð með sérstakri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Afgreiðsla: Samþykkt að Félgas-æskulýðs- og jafnréttismálanefnd vinni verklagsreglur og aðgerðaráætlun fyrir Kjósarhrepp.

 

3.      Samningur Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við Hreppsnefnd Kjósarhrepps að þau verkefni er falla undir samninga um ráðgjafaþjónustu og um þjónustusvæði fatlaðsfólks við Mosfellsbæ, verði tekin heim í hérað, sem tilraunaverkefni til eins árs frá og með 1. janúar 2019.

 

4.      Ræða um nýju lögin sem taka gildi 1. október næstkomandi vegna notendaráðs og öldungaráð. Samkvæmt lögum eiga vera 3 aðalmenn og þrír til vara skoða stöðuna. Ákveða fundartíma.

Afgreiðsla: Nefndin boðar fulltrúa öldrunarmála til fundar 4. október n.k til að ræða fyrirkomulag nýrra laga. 

 

5.      Ákvörðunartaka og afstaða nefndarinnar varðandi þjónustu fólks með langvarandi stuðningsþarfir og nýju lögunum sem taka gildi 01.okt. 2018 nr. 38/2018 https://www.althingi.is/altext/148/s/0873.html 

Afgreiðsla: Sama niðurstaða og 3.mál (sjá hér að ofan)

 

6.      Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitafélögum. http://www.samband.is/media/althjodamal/Kynning-jafnrettissattmali.pdf

Afgreiðsla: Nefndin skoðar og kynnir sér Evrópusáttmálann áfram.

 

7. Önnur mál

a)      Styrktarsjóður Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Málið mótað frekar áður en það verður lagt fyrir Hreppsnefnd.

Fundi slitið kl: 22.30 AG