Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

8. fundur 30. október 2018 kl. 19:30 - 21:30 Eldri-fundur

Áttundi fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 30. okt. 2018, kl 19:30

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi, Sigurþór I Sigurðsson, ritari og Arna Grétarsdóttir, fyrsti varamaður.

 

Dagskrá:

 

1. Ráðning félagsráðgjafa
-Rætt var um mögulega ráðningu félagsráðgjafa hjá sveitafélaginu, hvort sem yrði í hlutastarfi eða jafnvel sem verktaki, þar sem verkefni hans yrðu ekki svo ýkja mikil amk. eins og er. Hugsanlega hægt að hafa Mosfellsbæ sem staðgengil í því.

Afgreiðsla : Liggja þarf fyrir hver skoðun hreppsnefndar er á málinu og því frestað þar til búið er að ræða í hreppsnefnd hvernig þessu starfi skal háttað.

 

2. Ungmennaráð Kjósarhrepps
-Rætt var um hvort ekki þyrfti að koma aðilum í svokallað Ungmennaráð Kjósarhrepps. Var því velt upp hvort hægt væri að vera í samvinnu við slíkt ráð á Kjalarnesi.

Afgreiðsla – fallist á að auglýst skildi í ráðið og séð hverjar undirtektir yrðu. Mun Arna Grétarsdóttir hjálpa til við að koma saman og af stað auglýsingu.
Einnig var sammælst um að þörf sé á að mynda öldungaráð og notendaráð sem allra fyrst.

 

3. Styrktarsjóður Kjósarhrepps
-Lagt var til skoðunar og umræðu form á úthlutunarreglum sjóðsins. Hann skal bera heitið samfélagsstyrkur.

Afgreiðsla: Formið var yfirfarið og ákveðið að leggja það fyrir hreppsnefnd til samþykktar.

 

4. NPA (Notendastýrð Persónuleg Aðstoð) og SIS-mat rætt og kynnt.

Afgreiðsla: Frestað að taka frekari ákvarðanir vegna vöntunar á tilmælum og reglum frá verkefnastjórn ríkis. Einnig er Mosfellsbær enn með þjónustu tengda viðkomandi viðfangsefni amk. til áramóta.

 

5. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur – ferli og reglur
-Rætt um að skilgreina þurfi reglur sem Kjósarhreppur geti sett sér.

Afgreiðsla: Nefndarmenn setja sér markmið að skilgreina og útbúa form með úthlutunarreglum.

 

6. Önnur mál –
-Kynnt var fyrir nefndarmönnum svokallað Starfslokanámskeið sem hafa verið haldin og eru ætluð þeim sem eru að komast á / og komin á eftirlaunaaldur. Þótti viðstöddum það sniðugt og sammælast um að reyna halda slíkt námskeið.
-Rætt var um þagnarskyldu og persónuvernd með tilliti til persónuupplýsinga sem nefndarmenn og sveitastjórn vinna með. Þótti viðstöddum öllum brýnt að útbúa skjal eða form þar sem nefndarmenn amk. sverja sér þagnareið. Tekur Sigurþór ritari að sér að útbúa og semja form á slíku þagnarskyldu- skjali eða eyðublaði.


Fundi slitið kl 21:30

Ritari SIS