Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

10. fundur 09. febrúar 2019 kl. 09:30 - 11:00 Eldri-fundur

Tíundi fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 09. feb. 2019, kl 09:30

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi, Sigurþór I Sigurðsson, ritari og Arna Grétarsdóttir, fyrsti varamaður.

 

Dagskrá:

 

 

1.              Undirbúningur fyrir ungmennaráðs kynningu í Ásgarði 15 febrúar.

-Lögð drög að fundinum og skipulagi hans. Rætt um hvað skal koma fram á fundinum og hvaða áherslur á að setja. Undirbúa þarf auglýsingu sem skal koma fram á vefsvæði hreppsins og á samfélagsmiðlum. Mun Arna Grétarsdóttir sjá um að útbúa auglýsingu og fengin verður að Jana Lind sem er í Ungmennaráði Bláskógarbyggðar til að tala á kynningunni.

Áætlað er að boðið verði uppá veitingar og halda kynninguna þann 15.feb. nk.

 

2.              Ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 Borgarnesi

-Eðli málsins samkvæmt frestast ákvarðanataka hvort senda eigi aðila á ráðstefnuna vegna þess að ráðið er ekki enn stofnað – verður tekið fyrir síðar.

 

3.       Önnur mál

 

 

Fundi slitið kl 11.00

Sigurþór I Sigurðsson, ritari