Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

14. fundur 26. febrúar 2020 kl. 19:30 - 22:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir varaformaður
  • Arna Grétarsdóttir nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Akstur í Félagsmiðstöðina Flógyn Kjalarnesi

2002013

Niðurstaða:
Lagt fram
Nefndin samþykkti að gera könnun meðal forráðamanna um fyrirkomulag aksturs í félagsmiðstöðina Flógyn.
Gera þarf nákvæma greiningu á kostnaðaraukningu verði breyting á fyrirkomulaginu.

2.Reglur þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk

2002017

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að framlagðar reglur Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um NPA verði samþykktar.

3.Reglur - Akstur eldriborgara

2002024

Niðurstaða:
Frestað
Nefndin skoðar að samræma framlögð drög að reglum við reglur Sjúkratrygginga Íslands um ferðakostnað.

4.Viðtalsbeiðni hjá félagsfræðingi og fl.

2002025

Niðurstaða:
Erindi svarað

5.Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2020

2002005

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að boðið verður þremur ungmennum að taka þátt í ráðstefnunni á kostnað sveitarfélagsins.

6.Atvinnumál fatlaðs fólks staða mála í upphafi árs 2020

2002026

Niðurstaða:
Lagt fram

7.Félagslegt húsnæði í Kjósarhreppi

2002012

Niðurstaða:
Frestað
Nefndin telur að þörf sé á félagslegu húsnæðisúrræði hið fyrsta. Nefndin vinnur að því að finna viðunandi lausnir og mun leggja tillögur sínar fyrir hreppsnefnd sem fyrst. Ljóst er að úrræðin verða alltaf einstaklingsmiðuð.

8.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 6

2002016

Niðurstaða:
Lagt fram

9.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 5

2002015

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 22:15.