Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

15. fundur 15. október 2020 kl. 19:30 - 22:35 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir varaformaður
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson ritari
  • Arna Grétarsdóttir nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

2009053

Niðurstaða:
Staðfest
Minnisblað lagt fyrir hreppsnefnd

2.Akstur í Félagsmiðstöðina Flógyn Kjalarnesi

2002013

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki að fara í þetta verkefni fram að áramótum til að sporna við félagslegri einangrun vegna Covid-19. Ef hreppsnefnd telur að kostnaður sé of mikill má hugsa sér að bjóða uppá akstur einu sinni í viku og þar með helminga kostnaðinn.

3.Erindi - Akstur

2010036

Niðurstaða:
Samþykkt
Minnisblað til hreppsnefndar Kjósarhrepps

4.Verksamningur um stoðþjónustu

2010034

Niðurstaða:
Samþykkt
Minnisblað til hreppsnefndar Kjósarhrepps

5.Reglur - Akstur eldriborgara

2002024

Nefndin skoðar að samræma framlögð drög að reglum við reglur Sjúkratrygginga Íslands um ferðakostnað.
https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/ferdakostnadur/endurgreidsla/
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Reglur vegna grunnskólanáms og leikskóla utan lögheimilissveitarfélags

2010038

Niðurstaða:
Lagt fram

7.Frá nefndasviði Alþingis - 11. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 762003, með síðari breytingum (skipt búseta barns)

2010035

Niðurstaða:
Lagt fram

8.Erindi til bæjarráðs Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

2002040

Erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi með tilboði um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. En um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að RHG kanni umfang verkefnisins.

9.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

2009009

Niðurstaða:
Frestað

10.Önnur mál

2010044

Fundi slitið - kl. 22:35.