Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

187. fundur 01. október 2007 kl. 18:48 - 18:48 Eldri-fundur

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

 

1.      Staða mála nefndarinnar yfirfarin og rædd.

 

2.      „Kátt í Kjós“ Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að undirbúningi og tóku þátt í opnum degi í Kjós. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og þátttaka og gestafjöldi fór fram úr björtustu vonum. Opinn dagur í Kjós var stórátak og hefði ekki verið framkvæmanlegur nema með mikilli, samhentri vinnu íbúa í hreppnum.

 

3.      Lögð fram drög: 

Félagsleg heimaþjónusta í Kjósarhreppi, gjaldskrá

Reglur um liðveislu í Kjósarhreppi

Erindi frá oddvita fært í trúnaðarbók

 

4.      Tekið fyrir erindi frá oddvita. Í því felst fyrirspurn um hvort Kjósarhreppur gefi út frístundakort eða ávísanir til grunnskólanema, sambærilegt og sum nágrannasveitarfélögin.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að málið verði skoðað og unnið verði að útfærslu og tekið upp við næstu fjárhagsáætlunargerð.

 

Fundi slitið kl. 12.50

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir