Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

192. fundur 07. nóvember 2007 kl. 18:36 - 18:36 Eldri-fundur

12.fundur Menningar- fræðslu- og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 07.11. 2007 kl.16.00

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

 

1.      Orðsending til félagasamtaka; Í erindisbréfi menningar- fræðslu og félagsmálanefndar Kjósarhrepps segir í 5. grein: „ Nefndinni ber að stuðla að öflugu félagsstarfi í hreppnum og gera tilllögur um ákjósanlegar starfsaðstæður félaga“ Hér með er komið á framfæri til félagasamtaka í sveitinni að nefndin er alltaf tilbúin að hitta fulltrúa þeirra. 

2.      Erindi frá oddvita  fært í trúnaðarbók.

3.      Reglur um liðveislu (2.umræða) samþykktar.

4.      Félagsleg heimaþjónusta í Kjósarhreppi, gjaldskrá (2. Umræða) samþykkt.

5.      Reglur um félagslega heimaþjónustu í Kjósarhreppi, drög: breyting á eldri reglum yfirfarið.

6.      Nefndin leggur til að settur verði hlekkurinn mos.is  inn á síðu Kjósarhrepps  til hagræðingar fyrir íbúa hreppsins.

7.      Nefndin leggur til að frístundastyrkir verði teknir upp hjá Kjósarhreppi  á næsta ári og verði upphæð frístundastyrkja tíu þúsund krónur á önn samkvæmt þeim reglum sem settar verða um frístundastyrki hjá Kjósarhreppi.  

8.      Nefndin samþykkir auglýsingu um jólamarkað.

                                                                                               

Fundi slitið kl. 17.55

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir