Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

200. fundur 07. janúar 2008 kl. 23:00 - 23:00 Eldri-fundur

14. fundur Menningar-fræðslu –og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 07.01.2007 kl.10.00

Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

 

1.       Fundir voru haldnir í Mosfellsbæ þann 04.01.2007. Fyrri fundurinn var haldinn í Hlaðhömrum með Sigurbirni Hjaltasyni oddvita Kjósarhrepps, Sigurði Helga Guðmundsyni forstöðumanni Eir og nefndarmönnum. Tilgangur fundarins var að skoða þjónustuíbúð að Hlaðhömrum. Seinni fundurinn var haldinn í Kjarna og mættir voru Steinunn Hilmarsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörn Hjaltason og Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri Mosfellsbæjar. Á þeim fundi voru ræddir samningar vegna félagsþjónustu milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps og hugsanlega aðild Kjósarhrepps að tveimur hjúkrunarrýmum í væntanlegu hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.

 

2.      Nefndin leggur til að keyptur verði búseturéttur  í þjónustuíbúð að Hlaðhömrum og settur verði eðlilegur reglurammi um úthlutun.

 

3.      Nefnin leggur til að áfram verði verði unnið að aðild Kjósarhrepps að nýju hjúkrunarheimili að Hlaðhömrum Mosfellsbæ og að bréf verði sent til Félagsmálaráðherra varðandi þetta mál.

 

4.      Reglur um félagslega heimaþjónustu í Kjósarhreppi, samþykktar.

 

5.      Fært í trúnaðarbók.

 

 

Fundi slitið kl. 11.50

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir