Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

206. fundur 30. janúar 2008 kl. 19:47 - 19:47 Eldri-fundur

15.fundur Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 30.01.2008 kl 11.00

 

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

Sigurbjörn Hjaltason oddviti Kjósarhrepps mætir á fundinn.

1.       Þjónustuíbúð Hlaðhömrum. Oddviti segir nefndarmönnum að ekki verði úr samningi um kaup á íbúð í Hlaðhömrum sem áætlað var að kaupa,  vegna þess að skilyrði fyrir kaupum er að einhver flytji inn við samning. Gerður hefur verið samningur við Eir um að Kjósarhreppur er í forgangi um aðgang að öryggisíbúð.

Oddviti víkur af fundi kl.11.15

2.      Samkomulag við  Eir. Kynnt skriflegt samkomulag milli Kjósarhrepps og Eirar um forgang Kjósarhrepps að aðgangi að öryggisíbúðum Eirar og einnig hjúkrunarrýmum eftir því sem lög og reglur leyfa á hverjum tíma, enda taki Kjósarhreppur þátt í uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir nánara samkomulagi.

 

3.      Lögð fram drög að samþykkt um velferðarsjóð eldri íbúa í Kjósarhreppi. Lýsa nefndarmenn yfir ánægju sinni með þessi drög.

 

4.      Samþykkt um frístundastyrki. Drög lögð fram og samþykkt.

 

5.      Kátt í Kjós. Nefndin leggur til að verkefnið „Kátt í Kjós“ verði endurtekið aftur á þessu ári og 19.júli verði dagur „Kátt í Kjós“ árið 2008.

 

6.      Leikskólamál. Nefndin leggur til að gerður verði formlegur samningur við leikskólaráð Reykjavíkur um vistun barna úr Kjósarhreppi.

 

7.      Skólamál. Nefndin ákveður að fá tíma með skólastjóra Klébergsskóla.

 

   8.    Önnur mál.

a)Lögð fram drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar annars vegar og Kjósarhepps hins vegar um frístunda- og tómstundarstarf fyrir börn og unglinga á grunn-skólaaldri sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi. Nefndin leggur til að samkomulagið verði skoðað betur og útfært. b) Lagt fram bréf um áætlaða ráðstefnu um stefnumarkandi áætlun í barna-vernd 2007-2010. Boð um að senda einn fulltrúa frá nefndinni á ráðstefnuna.

          

 

Fundi slitið kl.12.55

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir