Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

209. fundur 27. febrúar 2008 kl. 09:10 - 09:10 Eldri-fundur

16. fundur Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 27.febrúar 2008 kl.11.00

Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

 

1.      Samningur vegna félagsmála milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps lagður fram. Hann er kominn til framkvæmdar en eftir að ganga formlega frá honum með undirskriftum. Bókun: Nefndin leggur til að samningurinn verði vel kynntur fyrir íbúum Kjósarhrepps.

 

2.      Lögð fram ný drög  að velferðarsjóði eldri íbúa í Kjósarhreppi.

 

3.      Lagt fram bréf frá svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykanesi.

 

4.      Búið er að tímasetja fund með skólastjóra Klébergsskóla Björgvin Þór 26.mars kl.11.00 að Klébergi og einnig á að athuga með fund í Káta Koti í beinu framhaldi.

 

 

Fundi slitið kl.12.16

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir