Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

221. fundur 30. apríl 2008 kl. 06:03 - 06:03 Eldri-fundur

18.fundur Menningar- fræðslu- og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 30.april kl.17.00

 

 

 

Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir og Aðalheiður Birna Einarsdóttir.

 

 

 

1.      Eyðublöð á kjos.is

Námsstyrkir,  heimagreiðslur,  frístundastyrkir. Nefndin leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að setja eyðublöðin inn á heimasíðuna.

 

2.      Velferðarsjóður

Drög 4 um Samþykkt um velferðasjóð eldri íbúa í Kjósarhreppi og drög 5 um starfsreglur vegna úthlutunar og lána Velferðarsjóðs Kjósarhrepps lagt fram.

 

 

 

3.      Samningur við Mosfellsbæ. Búið er að skrifa undir þjónustusamninga vegna félagsmála milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps.

 

 

 

4.      Kátt í Kjós. Hafin er vinna við undirbúning Kjósardagsins „Kátt í Kjós“

 

 

5.      Leikskólamál. Nefndin ítrekar enn frekar tillögu sína frá fundi nefndarinnar þann 30.01.2008 sem hljóðar svo;  „Nefndin leggur til að gerður verði formlegur samningur við leikskólaráð Reykjavíkur um vistun barna úr Kjósarhreppi“.

 

 

 

Önnur mál:

 

Lagt fram bréf oddvita til Vegagerðar ríkisins varandi friðlýstar menningarminjar við Fossá í Hvalfirði.

 

 

Fundi slitið: 18.20

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir