Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

248. fundur 17. nóvember 2008 kl. 16:20 - 16:20 Eldri-fundur

22.fundur Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 17.nóvember kl.19.30

 

Mættir eru: Steinunn Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Aðalheiður Birna Einarsdóttir

 

 

 

 

1.      Styrkir vegna fjárhagsáætlunar.

 

Tillaga:nefndin leggur til að eftirtaldir  styrkir verði hækkaðir um 15%                    við næstu fjárhagsáætlun

Heimagreiðslur voru 32.ooo verða kr. 36.800  (á mánuði)

Framhaldskólastyrkir voru kr. 23.ooo verða kr. 26.450  (á önn)

Frístundarstyrkir voru kr. 15.000 verða kr. 17.250  (á önn)

 

 

2.    Samstöðukaffi.

Laugardaginn 8. nóvember stóðu Menningar-fræðslu og félagsmálanefnd ásamt hreppsnefnd Kjósarhrepps að samstöðukaffi fyrir íbúa hreppsins. Á milli fimmtíu og sextíu manns mættu og var almennt mikil ánægja með framtakið. Vill nefndin þakka ánægjulega samverustund.

 

 

3.     Nefndin leggur til að skipuð verði nefnd til skipulagningar og undirbúnings fyrir Kjósardaginn “Kátt  í Kjós”

 

 

4.    Fundargerð fundar vegna “Kátt í Kjós” þar sem mættu 17 manns, sem tóku þátt í “Kátt í Kjós” deginum s.l.sumar.

Fundarritari var Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Fundur settur kl. 20.30 af oddvita hreppsins Sigurbirni Hjaltasyni.

 

Oddviti fór yfir málin, hvernig til hafi tekist sl.tvö ár. Talaði hann um að framtakið sé gott  tækifæri fyrir íbúa hreppsins að kynna starfsemi sína og hafi kynningin þegar skilað árangri. Þá bauð oddviti fólki að tjá sig um hvað betur megi fara. Birna stakk upp á því að fara hringinn og allir fái að tjá sig um málefnið. Pétur í Hvammsvík þakkaði fyrir og var ánægður. Anna frá björgunarsveitinni var ánægð með þeirra hlut. Steinunn Meðalfelli var ánægð en velti fyrir sér hvort 2 dagar væru of mikið. María Dóra var ánægð. Gyða var mjög ánægð, fannst mætti hafa daginn lengri. Steinunn Stangarholti var ánægð með framtakið, þykir í góðu lagi með að taka 2 daga. Ástu fannst þetta frábært, mættu vera 2 dagar. Ólafur tók í sama streng og Gyða og sá fyrir sér að hægt væri að hafa jafnvel dansleik um kvöldið. Þykir Ólafi hægt væri að hafa tjald á pallinum fyrir sölu á varningi og nota húsið fyrir veitingasölu. Guðmundur í Miðdal er ánægður en telur að þetta sé mikil vinna, markaðurinn góður. Birna ánægð með jákvæð viðbrögð. Þórarinn á Hálsi var mjög ánægður með útkomuna hjá þeim. Fannst honum mega hafa “ slut” um kvöldið, var ekki viss um tvo daga, vildi fá að heyra um álit annarra á því. Hermann mjög ánægður. Rætt um hvort einn eða tveir dagar sé vænni kostur. Sigurbjörn sagði frá því að vilji sé fyrir því að hafa Ásgarð opinn og að Hólmfríður Gísladóttir sé tilbúin að vera á staðnum og sýna hann og segja frá. Rætt var fram og til baka um hvort betra væri að hafa matvöruna úti. Birna sagði frá því að Menningar- fræðslu-og félagsmálanefnd legði til að sérstök nefnd yrði skipuð og að eftirsóknarvert sé að fleiri bændur opni búin sín. Oddviti sagði að komið hafi styrkur frá Bændasamtökunum og að útlagður kostnaður hafi vart verið meir en 200,000 kr. en áður fengust meiri styrkir m.a. frá KB banka. Allir sammála um að dagsetningin á Kjósardeginum sé góð, það er tveimur vikum fyrir Verslunarmannahelgi. Oddviti spurði hvort einhverjir væru tilbúnir í undirbúningsnefnd fyrir skipulag dagsins og fram kom að gott væri að fá Gyðu eða Ólaf í nefndina og stakk Ólafur upp á því að Gyða tæki sæti þar. Steinunn taldi að gott væri að fá nýjan markaðsstjóra en hún hefur sinnt því. Gyða sagði frá því að það þyrfti að vera skýrt hver gerir hvað. Talið var gott að setja dagsetninguna á heimasíðuna fljótlega svo fólk geti tekið daginn frá. Ólafur velti fyrir sér hvort ætti að setja enskan texta í bæklinginn með tilliti til erlendra ferðamanna. Fjörugar og skemmtilegar umræður. Aðeins var tæpt á jólamarkaðinum. Ákveðið að sjá til með að skipa í undirbúningsnefnd (hóp).  Oddviti þakkaði fyrir góðan fund sem var slitið kl.21.45

Fundi slitið kl 21.45

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir