Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

259. fundur 19. febrúar 2009 kl. 11:00 - 11:00 Eldri-fundur

23.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði

þann 19/2 2009.kl.16.00.

Mættir eru:Aðalheiður Birna Einarsdóttir og Ragnar Gunnarsson.

Sigurbjörg Ólafsdóttir er fjarverandi.

1.Breytt nefndar skipan.

Steinunn Hilmarsdóttir hefur látið af störfum í nefndinni og eru henni þökkuð vel unnin störf.Við sæti hennar tekur Ragnar Gunnarsson og er hann boðinn velkominn.Stungið var upp á að Ragnar tæki að sér ritarastarfið og var það samþykkt.

2.Farið yfir stöðu mála,og starf síðustu mánaða rætt,við nýjan nefndarmann.

3.Reglur um fjárhagsaðstoð.

Samþykkt að fella niður reglur um fjáhagsaðstoð í Kjósarhreppi frá árinu 2002.og samþykkja samsvarandi reglur um sama efni  fyrir Kjósarhrepp sem gilda í Mosfellsbæ frá 22 jan 2009.Ástæðan fyrir þessum breytingum er ,tillaga fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar um samræmingu á reglum.

4.Samkomulag ÍTR og Kjósarhrepps.

Lagt fram samkomulag á milli ÍTR og Kjósarhrepps .Nefndin gerði breytingu á samkomulaginu s.b.6.gr.um réttindi barna,og það síðan samþykkt.

5.Heimagreiðslur.

Lagt fram bréf til félagsmálanefndar,frá Hreppsnefnd Kjósarhrepps vegna heimagreiðslna.Nefndin gerir ekki athugasemd við tilöguna og bókar að samþykktum verði breytt úr 3 árum í 4.samhvæmt greinum 1 og 2 í samþykktum um heimgreiðslur ungbarna.Nefndin telur að æskilegt hefði verið að fjalla um þessa tillögu áður en hún var samþykkt í hreppsnefnd.

6.Kátt í Kjós.

Tillaga að vinnuhópi vegna Kátt í Kjós:

Hulda Þorsteinsdóttir Eilífsdal.Ólafur Engilbertsson.Borgarhóli.Steinunn Þorleifsdóttir Meðalfelli.Svanborg Anna Magnúsdóttir Miðdal.Þórarinn Jónsson. Hálsi.

7.Lagt fram erindi frá klúbbnum Geysi,um styrk upp á 50.þús kr.Samþykkt að vísa málinu til Hreppsnefndar.

8.Lagt fram uppgjör frá Mosfellsbæ fyrir félagsstarf aldraða árið 2008.og vegna ráðgjafaþjónustu fjölskyldusviðs.

Fleira ekki tekið fyrir  fundi slitið kl.18.25.

Fundarritari var Ragnar Gunnarsson.