Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

304. fundur 02. mars 2010 kl. 16:25 - 16:25 Eldri-fundur

31.Fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldin í Ásgarði 25.02..2010.kl.19.00.

 

Mætt eru Aðalheiður B.Einarsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir og Ragnar Gunnarsson.

 

1).Bókasafn:

Lögð fram greinargerð frá Mörtu Richter og Helgu Jónsdóttur um flokkun og flutning

bókasafns í Ásgarði.  Anna Björg Sveinsdóttir mætti á fundin kl.20.00 og var

farið yfir málefni bókasafnsins með henni.

a)Nefndin leggur til að fengin verði safnvörður frá Borgarnesi til að leggja mat á elstu bækur safnsins.

b)Ákveðið var að fara yfir barnabækur og flokka þær.

c)Að þessu loknu er lagt til að haldin verði bókasala t.d. á félagskvöldi.

   Önnu Björg þakkað gott spjall og kvaddi hún fundinn kl.21.10.

 

2).Málefni fatlaðra:

Birna sagði frá fundi sem hún sat um málefni fatlaðra, á vegum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga varðandi flutning málaflokksins frá ríki yfir til sveitarfélaga, sem tekur gildi 1.janúar 2010.

Félagsmálanefnd leggur til að farið verði í stefnumótandi vinnu varðandi þennan málaflokk.

 

3).Ferðaþjónusta fatlaðra:

Lagðar fram athugasemdir oddvita varðandi viðmiðunarreglur

Kjósarhrepps,um styrki til ferðaþjónustu fatlaðra.

 

4).Önnur mál:

Lögð fram drög af bréfi til Bæjarstjóra Mosfellsbæjar frá

oddvita Kjósarhrepps dagsett 25 febrúar 2010,ásamt minnisblaði

varðandi eignir Kjósarhrepps hjá Mosfellsbæ.

 Nefndin er sammála um að eignarhlutur fyrrnefndrar eignar Kjósarhrepps hjá Mosfellsbæ,

verði færður yfir í hjúkrunarheimili eða framhalsskóla Mosfellsbæjar.

Nefndin sé ekki ástæðu til að einskorða sig við að ljúka málinu fyrir 29 maí.

 

Fleira ekki tekið fyrir,fundi slitið kl.21.30.

Fundarritari Ragnar Gunnarsson.