Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

329. fundur 26. ágúst 2010 kl. 10:09 - 10:09 Eldri-fundur

2. fundur

Fræðslu og menningarmálanefnda haldinn í Ásgarði 24. ágúst 2010.

Kl. 20.00

 

Mætt voru : Guðmundur, Guðný, Hermann, Helgi, Rebekka, Rósa og Sigurbjörg.

 

                                               

1. Guðmundur og Guðný voru með stutta kynningu á máli hvað varðar skóla akstur komandi skólaárs. Eftir kynninguna véku aðrir en nefndarmenn af fundi.

 2. Rætt um akstur skólabarna í Klébergsskóla en lögheimili nýskráðra barna í sveitarfélagið er ” óstaðsett í húsi ” en búsetan er í sumarbústöðum í sveitarfélaginu

 3. Nefndin leggur til að aðstandendur barna ” óstaðsettum í húsi ” komi þeim í veg fyrir skólabílinn í samráði við skólabílstjórana.

 4. Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi til nefndarinnar.

 5. Farið var yfir hvernig tókst til með ” Kátt í Kjós ” og var nefndin ánægð með hvernig til tókst en alltaf má gera gott, betra. Leggur nefndin til að aðstaða fyrir utan Félagsgarð verði bætt með tilliti til stórra atburða eins og Kátt í Kjós, til dæmis betri aðstaða fyrir sölutjald gæti verið sunnan eða suðaustan við húsið.

 6. Nefndin leggur til að félags og bókasafnskvöld verði áfram í vetur.

 7. Skerpa þarf á reglum um bókasafnið og gera þær sýnilegri.

 

Fleira ekki bókað

Sigurbjörg Ólafsdóttir