Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

339. fundur 20. október 2010 kl. 09:10 - 09:10 Eldri-fundur

Menningar og fræðslunefnd Ásgarði 19.10.2010. Kl 20.00.

                          Mættar á fundinn: Rebekka, Rósa Guðný og Sigurbjörg.

 

 

1.      Breyting á innihaldi samþykktar um frístundarstyrki.

Tillaga nefndarinar  um að breyta orðalagi í 3 grein samþykktarinnar svohljóðandi : Að styrkþegi sé á aldrinum 3-16 ára, miðað við fæðingaár.

2.      Bækurnar á bókasafninu. / hvað skal gera við þær sem eftir standa.

Rebekka tekur að sér að hringja í góðgerðarstofnanir og bjóða bækurnar.

3.      Aðventumarkaður:

Nefndin leggur til að Kjósverjar gangi fyrir sölubásum og að lögð verði áhersla á Íslenska framleiðslu, einnig að söluaðilar sjái sjálfir um skiptimynt og leigi sér posa.

4.      Önnur mál: Ræddar hugmyndir að menningarviðburðum fyrir veturinn.

 

                                                      Fleira ekki bókað Sigurbjörg.