Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

454. fundur 06. nóvember 2013 kl. 15:01 - 15:01 Eldri-fundur

08 fundur Fræðslu og menningarmálanefndar Kjósarhrepps haldinn mánudaginn 04. Nóvember 2013 kl 19.00  Ásgarði.

 

Mættar: Rebekka Kristjánsdótti, Rósa Guðný Þórsdóttir, og Sigurbjörg Ólafsdóttir einnig kom á fundinn Anna Björg Sveinsdóttir fyrir hönd bókasafnsins.

 

1.       Viðburðir á bókasafnskvöldum:

 

  Nefndin ræddi fram og til baka hvaða viðburðir gætu hentað á bókasafnskvöldum þ.e 1.sinni í mánuði – í annað hvert skipti sem bókasafnið er opið. Ýmsar hugmyndir komu fram  svo sem fyrilestur um næringu og heilsu – konfektgerð – fetaosta-gerð – upplestur –og fl og fl.  Sigurbjörg bauðst til að vera með kennslu í hekli á stjörnum næstkomandi bókasafnskvöld sem verður miðvikud. 13. Nóvember.  Ákveðið var að vera með upplestur úr nýjum bókum í desember og Rósa Guðný tók að sér að ath hvort hægt væri að fá kennslu í Sushi gerð í janúar.  Sigurbjörg nefndi hvort vilji væri fyrir því að um leið og bókasafnskvöld eru auglýst að fólk sé hvatt til að koma með handavinnu ef það hefur áhuga að setjast niður yfir kaffibolla.

 

2.         Ljósmyndir í skáp á glerplötum:

 

Í skáp á bókasafni er safn ljósmynda í kassa sem nefndin telur afar mikilvægt að koma á réttan stað, skjalasafn eða ljósmyndasafn Íslands. Virðist sem þetta séu ljósmyndir sem notaðar voru í bókina um Kjósina.

 

3.       Göngukort:

 

       Fyrispurn kom frá Rósu um hvort hægt sé að setja inn á heimasíðu hreppsins göngukort Kjósarinnar til útprentunar.  Einnig kom fyrirspurn um Róluvöll á vegum hreppsins eða aðstöðu þar sem hægt væri að koma með         börn í leiktæki.

 

Rebekka lét vita af óánægju röddum innan Sveitarfélagsins með viðburðinn sem haldinn var á vegum hreppsins um víngerð  enda töldu margir viðburðinn á ábyrgð fræðslu- og menningarmálanefndar sem hann var ekki.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið 20.30.

 

Rebekka Kristjánsdóttir tók að sér að vera ritari fundarins