Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

101. fundur 20. september 2006 kl. 10:04 - 10:04 Eldri-fundur

1.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Félagsgarði þ.20.09.2006 kl.17.00

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurbjörn Hjaltason.

1. Kosinn var formaður nefndarinnar Aðalheiður Birna Einarsdóttir, varaformaður Sigurbjörg Ólafsdóttir og ritari Steinunn Hilmarsdóttir.

2. Oddviti fór yfir málefni nefndarinnar með nefndarmönnum.

3. Nefndin óskar eftir að keyptur verði öryggisskápur fyrir trúnaðarbók nefndarinnar.

4. Samþykkt að undirbúa erindisbréf fyrir nefndina fyrir næsta fund.
 
5. Ákveðið var að undirbúa aukna samvinnu vegna félagsmála við Mosfellsbæ.

6. Nefndarmenn fari í vinnu við að kynna sér samninga annarra sveitarfélaga vegna félagsmála og erindisbréfa.

7. Ákveðið var að fundir nefndarinnar verði haldnir síðasta miðvikudag í mánuði kl.11.00.

Fundi slitið kl.18.05.

Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir