Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

104. fundur 29. nóvember 2006 kl. 10:06 - 10:06 Eldri-fundur

4. fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar
haldinn í Ásgarði þann 29.11.2006 kl.11.00.

Mættir eru: Steinunn Hilmarsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir.

1. Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi Kjósarhrepps í foreldraráði Klébergsskóla gaf
nefndarmönnum stutta skýrslu um stöðuna í skólanum. Staðan er almennt
góð. Lóð og leikvöllur eru að hálfu frágengin en bílastæði og aðkeyrsla á að
klárast í vor. Innra starf skólans er öflugt og gott. Staðarbúnaður er að kom-
ast í í lag. Mannahald er í góðum málum. Endurmat á öllum hlutum, vel
tekið á málum og fylgt vel eftir. Skólastjórn vill koma á skýrari reglum um
skólaakstur. Til stendur að haldinn verði fundur í næstu viku með skóla-
stjórn og foreldrum barna sem nota skólaakstur og ætlar Jóhanna að mæta
á hann ef haldinn verður. Þar ætlar hún að skerpa á því að lágmörkuð verði
umferð á bílaplani við skólann. Félagsstarf í skólanum á hendi félagsmið-
stöðvar. Jóhanna ætlar að koma erindum til nefnarinnar ef upp koma.

2. Erindisbréf lagt fram til kynningar. Samþykkt með smá breytingum.

3. Anna Björg Sveinsdóttir bókverja á Bókasafni Kjósarhrepps mætir á fund-
inn og gefur nefndarmönnum upp stöðuna á bókasafninu. Opið er einu
sinni í mánuði á fimmtudagskvöldum. Góð aðsókn var að safninu í fyrra en
dræm aðsókn hefur verið í haust. Boðið er upp á kaffi og meðlæti á opnun-
artíma. Íbúar hafa í fyrra nýtt opnunartíma í skák og spil. Bókverja sér
um bókakaup og kaupir bækur í desembermánuði. Bókverja kemur með
tillögu um að samræma opnunartíma safnsins og Kvennasmiðjunnar. Birna
ætlar að kanna málin hjá Kvennasmiðjunni og nefndin verður í sambandi
við bókverju aftur í janúar. Bókverja telur æskilegt að fenginn verði bóka-
safnsfræðingur til að fara yfir safnið. Þá kemur fram að aðstæður á safninu
séu í þrengra lagi. Bókverja telur mikilvægt að auglýsingar frá bókasafni
eigi greiðan aðgang á heimasíðu Kjósarhrepps. Kennari í Klébergsskóla
hefur farið fram á að skólinn fái lánaðar bækur frá safninu og var það sam-
þykkt enda í þágu barna í Kjósinni líka og gott að séu nýttar. Bókverja
bendir á að skólabílar í Kjósarhreppi séu ekki merktir sem slíkir.

4. Formleg beiðni hefur verið send frá oddvita Kjósarhrepps til bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar vegna ráðgjafasamnings félagsmála.

5. Birna kynnir málþing sem hún sótti “ Er heima best- fyrir hvern”

6. Rætt um jólamarkað sem haldinn verður í Kjósinni í desember. Stefnt er að
að haldinn verði árlega jólamarkaður í tengslum við jólatrjáasölu að Fossá.
Þar sem Félagsgarður var bókaður fyrstu helgar í desember var ákveðið að
hann yrði haldinn í Kaffi Kjós einn dag í ár en áætlað er að halda markað fleiri
helgar á næstu árum. Kjósarhreppur styrkir markaðinn með birtingu aug-
lýsingar á kjos.is eins með sendingu auglýsingar á öll heimili í sveitinni. Jóla-
markaður á að þjóna öllum íbúum sem menningarviðburður og vettvangur
fyrir þá sem eru að framleiða vörur í heimahúsum, til að koma þeim á fram-
færi og hafa tekjur af. Æskilegt er að sem flestir íbúar komi að framkvæmd
markaðarins.

Fundi slitið kl. 14.50
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir
tir